Öllum MAKEathonum GFF lokið!

Þriðja og síðasta MAKEathon Grænna Frumkvöðla Framtíðar fór fram í Nesskóla í lok apríl. Þar tækluðu 24 nemendur 8.bekkjar áskorunina: „Hvernig getum við nýtt fiskbein betur.“ Áskorunina fundu þeir eftir að hafa heimsótt Eskju og kynnst starfsemi þeirra en undirbúningur hefur farið fram í allan vetur. Ásamt Eskju, heimsóttu nemendurnir FabLab Austurland þar sem þeir …

MAKEathon í Bolungarvík!

Rétt fyrir páska fór fram MAKEathon í Grunnskóla Bolungarvíkur. Rúmlega 20 nemendur úr 8-10.bekk tóku þátt í MAKEathoninu. Áður en MAKEathonið hófst höfðu nemendur heimsótt ArcticFish og FabLab Ísafirði auk þess að fá heimsókn frá Kerecis. Út frá þeim heimsóknum fundu þeir sér áskorun til þess að tækla og var hún:                 „Hvernig má nýta …

Fyrsta MAKEathoni GFF lokið

Núna er fyrsta MAKEathoni Grænna Frumkvöðla Framtíðar lokið. Það fór fram í Árskóla á Sauðárkróki daganna 22. og 23. mars 2022. Keppnin var haldin í 9.bekk og voru þátttakendur í kringum 30. Fyrir keppnina höfðu nemendur fengið heimsóknir frá rækjuvinnslunni Dögun og FISK Seafood þar sem þeir fengu fræðslu um starfsemi þeirra og svo umhverfis- …

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar vekja athygli

Það hefur ýmislegt verið að gerast hjá Grænum Frumkvöðlum Framtíðar undanfarnar vikur. Hérna innanhúss hjá Matís var kynnti Justine, verkefnastjóri GFF, verkefnið á einum hálfsmánaðarlegra hádegisfyrirlestra okkar. Þar var sagt frá hinum ýmsu þáttum verkefnisins og samstarfsfélögum gefið tækifæri til þess að spyrja spurninga. Fyrirlesturinn var vel sóttur og voru áhorfendur áhugasamir og spurðu spurninga. …

Grænir frumkvöðlar í Grunnskóla Bolungarvíkur

Grunnskóli Bolungarvíkur er um þessar mundir að vinna í þriðju vinnustofu Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Vinnustofa 3 fjallar um hver áhrif loftslagsbreytinga verða á samfélög og hvernig þau tengjast sjálfbærni, með áherslu á áhrif á samfélög og efnahag. Eitt af því skemmtilegasta við námsefni Grænna Frumkvöðla Framtíða er að kennarar geta aðlagað það sínum nemendahóp og …

Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er farið á fullt í Árskóla, Sauðárkróki

Fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er farið á fullt í grunnskólunum þremur, Nesskóla í Neskaupstað, Grunnskóla Bolungarvíkur og Árskóla á Sauðárkróki. Sá síðastnefndi, Árskóli, er þessa dagana að vinna í Vinnustofu 2, en vinnustofur verkefnisins eru fjórar talsins. Vinnustofa 2 fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar. Meðal verkefna sem nemendur í 9. bekk Árskóla hafa lokið er tilraun sem sýnir áhrif súrnunar sjávar verða á kalkmyndandi …

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar komnir í gírinn víða um land

Nú í lok árs er verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar komið af stað í skólunum þremur. Til þess að hefja leika heimsóttu skipuleggjendur verkefnisins skólana þrjá og tóku stöðuna á nemendunum. Heimsóknirnar voru vel heppnaðar og höfðu bæði nemendur, kennarar og starfsfólk Matís gaman af. Þátttökuskólarnir eru Árskóli á Sauðárkróki, Nesskóli í Neskaupsstað og Grunnskóli Bolungarvíkur. …

Veggspjald og leikjavæðing

Eitt af því sem fylgir með verkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er veggspjald. Veggspjaldið er til þess ætlað að leikjavæða (e. gamification) námsefnið. Leikjavæðing hefur verið að ryðja sér til rúms bæði innan skóla og stofnanna, en hugtakið snýr að framsetningu efnis, þar með talið námsefnis. Hugmyndin er sú að nota hugsunarhátt leikja, og þá sérstaklega tölvuleikja, til þess að virkja …

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar láta að sér kveða

Nú í byrjun júní hófst nýtt og spennandi fræðsluverkefni hjá Matís sem gengur undir nafninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar. Verkefnið, sem hlaut styrk frá Loftslagssjóði, hefur það að meginmarkmiði að fræða íslenska grunnskólanemendur um loftslags- og umhverfismál, áhrif loftslagbreytinga á hafið og lífríki þess og ekki síst, möguleg áhrif á sjávarútveg og samfélagið. Verkefnið mun einnig miða að því að valdefla grunnskólanemendur á landsbyggðinni með því að fræða þá um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi, ekki aðeins sem tól í baráttunni gegn loftslagsvandanum, heldur einnig fyrir þau sjálf og þeirra nærsamfélag.