MAKEathon

MAKEathon verkefnisins er nýsköpunarkeppni, og fer fram á svipaðan hátt og önnur hakkaþon. Hugtakið er samsett úr hugtökunum maraþon og make (í. að gera). Það felur því í sér að nýsköpunarferlið er ekki spretthlaup, það er maraþon og því þarf að temja sér þrautseigju. Þátttakendur vinna saman í teymum sem keppast við að kynna lausn á ákveðinni áskorun með gerð einhverskonar frumgerðar (e. prototype). Áskorunin hefur verið skilgreind fyrirfram og tengist í þessu tilfelli því sem nemendur hafa lært með þátttöku í verkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar. Lausnirnar eru svo kynntar fyrir dómnefnd á formi söluræða (e. pitch) sem metur þær og velur þá bestu. Frekar lýsing á því hvernig nýsköpunarkeppnir líkt og MAKEathon eru haldin mun koma til með að fylgja námsefninu þegar það verður gefið út um mitt næsta ár (2022).