Fyrsta MAKEathoni GFF lokið

Núna er fyrsta MAKEathoni Grænna Frumkvöðla Framtíðar lokið. Það fór fram í Árskóla á Sauðárkróki daganna 22. og 23. mars 2022. Keppnin var haldin í 9.bekk og voru þátttakendur í kringum 30. Fyrir keppnina höfðu nemendur fengið heimsóknir frá rækjuvinnslunni Dögun og FISK Seafood þar sem þeir fengu fræðslu um starfsemi þeirra og svo umhverfis- og loftslagstengdar áskoranir. Út frá þessum heimsóknum var ákveðið að í MAKEathoni Árskólaætluðu nemendur glíma við áskorunina:

                „Hvernig getum við minnkað notkun plasts í pökkun fisks og rækju?“

Nemendahópnum var skipt í 6 lið og stóðu þau sig öll gríðarlega vel. Lausnirnar voru fjölbreyttar og stungu nemendur m.a. upp á því að nota hamp, ál, plexígler, vaxpappír og roð í stað plasts. Hvert lið kynnti sína lausn fyrir samnemendum sínum, kennurum auk nokkurra góðra gesta. Samkeppnin var hörð og það var mjög erfitt að velja á milli lausnanna. Það var að lokum liðið Hampfisk sem bar sigur úr býtum en eins og nafnið gefur til kynna gekk þeirra lausn út á að nota hamp í stað plasts. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Sigurliðið með verðlaunagripina sína

Kvikmyndatökufólk frá bæði fréttastofu RÚV og N4 komu á staðinn til þess að mynda herlegheitin og taka viðtöl við krakkana. Myndefnið frá N4 verður notað í heimildaþátt um verkefnið sem sýndur verður í haust. Myndefnið frá RÚV var notað í tíufréttum þann 23. mars, þar sem stutt umfjöllun var um verkefnið.

Við hjá Matís erum í skýjunum með hversu vel gert. Nemendurnir stóðu sig frábærlega og voru lausnirnar skapandi og frumlegar. Fjölbreyttir hæfileikar bekkjarins komu fram m.a. í FabLab, hönnun, vídeógerð, ræðumennsku o.fl. Þeir eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér sem frumkvöðlar á sínum sviðum.

Við verðum líka að nefna að samstarfið okkar við FabLab smiðjuna, kennarana og annað starfsfólk skólans gekk mjög vel og við þökkum þeim kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur.  

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *