GFF voru á Vísindavöku Rannís um síðustu helgi. Þar voru gestir og gangandi kynntir fyrir nýsköpun og fullnýtingu hráefna. Þá gátu þeir lagt fram sínar hugmyndir um hvað væri hægt að gera við fiskibein og roð. Hátt í hundrað hugmyndir bárust í hugmyndakassann. Elsti þátttakandinn var 57 ára og sá yngsti einungis 4 ára. Hugmyndirnar voru af ýmsum toga en þátttakendum var m.a. umhugað um að minnka plastnotkun, að nýta leður í fatnað og ýmislegt fleira.
Fjöldinn allur af gestum lagði leið sína í Laugardalshöllina og var Vísindavakan mjög vel heppnuð. Við þökkum kærlega fyrir okkur!