Opnað fyrir skráningu skólaárið 2022 – 2023!

Það gleður okkur að segja frá því að opnað hefur verið fyrir skráningu í Græna Frumkvöðla Framtíðar fyrir skólaárið 2022-2023 og stendur hún yfir til 1.september. Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er ætlað nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða þá um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt.

Verkefninu er skipt í fjórar vinnustofur, vettvangsheimsóknir og MAKEathon. Vinnustofurnar innihalda fræðilega umfjöllun og verkefni, vettvangsheimsóknirnar eru í sjávarútvegsfyrirtæki og MAKEathonið er nýsköpunarkeppni.

Verkefnið fer fram yfir eitt skólaár, séu allir þættirnir teknir fyrir.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins, Justine Vanhalst (Justine@matis.is)

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *