MAKEathon í Bolungarvík!

Rétt fyrir páska fór fram MAKEathon í Grunnskóla Bolungarvíkur. Rúmlega 20 nemendur úr 8-10.bekk tóku þátt í MAKEathoninu. Áður en MAKEathonið hófst höfðu nemendur heimsótt ArcticFish og FabLab Ísafirði auk þess að fá heimsókn frá Kerecis. Út frá þeim heimsóknum fundu þeir sér áskorun til þess að tækla og var hún:

                „Hvernig má nýta mengun útfrá laxeldi?“

Nemendahópnum var skipt í 5 lið sem öll stóðu sig frábærlega. Nemendur komu meðal annars með þær hugmyndir að nýta úrgang frá laxeldi í áburð og lífeldsneyti. Erfitt reyndist að gera upp á milli liðanna en á endanum var það liðið Fjölþætt nýting úrgangs sem bar sigur úr býtum. Hugmyndin þeirra fólst m.a. að dæla úrgangnum sem fellur til í fiskeldi upp með dæluskipi og nýta hann til að framleiða áburð. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn!

Sigurliðið Fjölþætt nýting úrgangs!

Við hjá Matís erum virkilega ánægð með hvernig gekk. Krakkarnir voru frumlegir og skapandi og beittu ýmsum aðferðum við að útskýra hugmyndir sínar. Það er augljóst að hér er um mjög hæfileikaríkan hóp að ræða og hlökkum við til að sjá hvað þeir munu taka sér fyrir í framtíðinni!

Við þökkum starfsfólki Grunnskóla Bolungarvíkur og FabLab Ísafirði kærlega fyrir ánægjulegt samstarf yfir þetta skólaár. Svo viljum við sérstaklega þakka Gunnari úr Djúpinu kærlega fyrir að vera okkar stoð og stytta í þessari keppni. Kærar þakkir fyrir okkur!

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *