Öllum MAKEathonum GFF lokið!

Þriðja og síðasta MAKEathon Grænna Frumkvöðla Framtíðar fór fram í Nesskóla í lok apríl. Þar tækluðu 24 nemendur 8.bekkjar áskorunina:

„Hvernig getum við nýtt fiskbein betur.“

Áskorunina fundu þeir eftir að hafa heimsótt Eskju og kynnst starfsemi þeirra en undirbúningur hefur farið fram í allan vetur. Ásamt Eskju, heimsóttu nemendurnir FabLab Austurland þar sem þeir fengu fræðslu um hvernig ætti að gera frumgerð.

Líkt og í hinum MAKEathonunum tveimur ríkti mikið hugmyndaflug og sköpunargleði í nemendahópnum. Liðin 6 unnu mjög vel saman og komu fram fjölbreyttar hugmyndir, allt frá niðrubrjótanlegum klósettburstum yfir í krítar fyrir börn. Það reyndist mjög erfitt að gera upp á milli hópanna en á endanum var það hugmyndin um niðurbrjótanlegar líkkistur sem vann. Við óskum sigurliðinu innilega til hamingju.

Við þökkum starfsfólki Nesskóla og FabLab Austurlands kærlega fyrir góðar móttökur og gott samstarf. Þetta var virkilega skemmtilegt!

Þessi þrjú MAKEathon hafa svo sannarlega sýnt okkur hjá Matís að unga fólkið er framtíðin. Þau eru með stórar og góðar hugmyndir sem eiga fullt erindi inn í umræðuna um loftslagsbreytingar og sjálfbærni. Við megum þess vegna ekki gleyma að hlusta á þau!

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *