
Við þökkum N4 kærlega fyrir samstarfið og hvetjum alla til að horfa!
Þann 20. október 2022 frumsýndi N4 þátt um verkefnið. Hægt er að horfa á hann í myndbandinu hér að neðan. Við erum í skýjunum og þökkum kærlega fyrir okkur!
Við þökkum N4 kærlega fyrir samstarfið og hvetjum alla til að horfa!
GFF voru á Vísindavöku Rannís um síðustu helgi. Þar voru gestir og gangandi kynntir fyrir nýsköpun og fullnýtingu hráefna. Þá gátu þeir lagt fram sínar hugmyndir um hvað væri hægt að gera við fiskibein og roð. Hátt í hundrað hugmyndir bárust í hugmyndakassann. Elsti þátttakandinn var 57 ára og sá yngsti einungis 4 ára. Hugmyndirnar …
Í allan vetur hefur sjónvarpsstöðin N4 verið að vinna að heimildaþætti um Græna Frumkvöðla Framtíðar. Sá þáttur verður sýndur í lok september. Hér fyrir neðan má finna stiklu af þættinum: Endilega kíkið á þáttinn þegar hann kemur út!
Það gleður okkur að segja frá því að opnað hefur verið fyrir skráningu í Græna Frumkvöðla Framtíðar fyrir skólaárið 2022-2023 og stendur hún yfir til 1.september. Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er ætlað nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða þá um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á …
Í lok maí fór fram Landskeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar og voru úrslitin kynnt á erindi Matís á Nýsköpunarvikunni. Þar kepptu skólarnir þrír, Nesskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Árskóli, til úrslita. Hver skóli sendi inn myndband þar sem þeir útskýrðu sínar lausnir á umhverfisáskorunum í sinni heimabyggð. Keppnin var hnífjöfn en á endanum var það Grunnskóli Bolungarvíkur …
Þriðja og síðasta MAKEathon Grænna Frumkvöðla Framtíðar fór fram í Nesskóla í lok apríl. Þar tækluðu 24 nemendur 8.bekkjar áskorunina: „Hvernig getum við nýtt fiskbein betur.“ Áskorunina fundu þeir eftir að hafa heimsótt Eskju og kynnst starfsemi þeirra en undirbúningur hefur farið fram í allan vetur. Ásamt Eskju, heimsóttu nemendurnir FabLab Austurland þar sem þeir …
Rétt fyrir páska fór fram MAKEathon í Grunnskóla Bolungarvíkur. Rúmlega 20 nemendur úr 8-10.bekk tóku þátt í MAKEathoninu. Áður en MAKEathonið hófst höfðu nemendur heimsótt ArcticFish og FabLab Ísafirði auk þess að fá heimsókn frá Kerecis. Út frá þeim heimsóknum fundu þeir sér áskorun til þess að tækla og var hún: „Hvernig má nýta …
Núna er fyrsta MAKEathoni Grænna Frumkvöðla Framtíðar lokið. Það fór fram í Árskóla á Sauðárkróki daganna 22. og 23. mars 2022. Keppnin var haldin í 9.bekk og voru þátttakendur í kringum 30. Fyrir keppnina höfðu nemendur fengið heimsóknir frá rækjuvinnslunni Dögun og FISK Seafood þar sem þeir fengu fræðslu um starfsemi þeirra og svo umhverfis- …
Það hefur ýmislegt verið að gerast hjá Grænum Frumkvöðlum Framtíðar undanfarnar vikur. Hérna innanhúss hjá Matís var kynnti Justine, verkefnastjóri GFF, verkefnið á einum hálfsmánaðarlegra hádegisfyrirlestra okkar. Þar var sagt frá hinum ýmsu þáttum verkefnisins og samstarfsfélögum gefið tækifæri til þess að spyrja spurninga. Fyrirlesturinn var vel sóttur og voru áhorfendur áhugasamir og spurðu spurninga. …