Grænir frumkvöðlar í Grunnskóla Bolungarvíkur

Grunnskóli Bolungarvíkur er um þessar mundir að vinna í þriðju vinnustofu Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Vinnustofa 3 fjallar um hver áhrif loftslagsbreytinga verða á samfélög og hvernig þau tengjast sjálfbærni, með áherslu á áhrif á samfélög og efnahag. Eitt af því skemmtilegasta við námsefni Grænna Frumkvöðla Framtíða er að kennarar geta aðlagað það sínum nemendahóp og það gerðu kennararnir hér með því að tengja umfjöllunarefnið við sögu Bolungarvíkur, og þá aðallega sögu sjávarútvegsins. Það styrkir tenginguna við nærumhverfi nemenda og setur stór málefni líkt og sjálfbærni og loftslagsbreytingar í annað og nýtt samhengi. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur taka þátt í leiknum “Það er nægur fiskur í sjónum” af miklum áhuga. Leiknum er ætlað að sýna nemendum hvernig ofveiði getur keyrt nytjastofna í þrot sé ekki að gætt. Eftir leikinn fóru fram umræður um sjálfbærar veiðar og áhrif ofveiða á samfélag, efnahag og umhverfi. Nemendurnir tóku virkan þátt í umræðunum og voru hinir ánægðustu í lok tíma.  Leikurinn er einn af þeim 10 verkefnum sem fylgja Vinnustofu 3.

Það er gaman fyrir okkur hjá Matís að fá að fylgjast með því hvernig verkefnið gengur og sérstaklega þykir okkur skemmtilegt að sjá kennara aðlaga námsefnið að eigin nemendahóp og staðháttum.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *