Grænir Frumkvöðlar Framtíðar komnir í gírinn víða um land

Nú í lok árs er verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar komið af stað í skólunum þremur. Til þess að hefja leika heimsóttu skipuleggjendur verkefnisins skólana þrjá og tóku stöðuna á nemendunum. Heimsóknirnar voru vel heppnaðar og höfðu bæði nemendur, kennarar og starfsfólk Matís gaman af. Þátttökuskólarnir eru Árskóli á Sauðárkróki, Nesskóli í Neskaupsstað og Grunnskóli Bolungarvíkur. …

Veggspjald og leikjavæðing

Eitt af því sem fylgir með verkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er veggspjald. Veggspjaldið er til þess ætlað að leikjavæða (e. gamification) námsefnið. Leikjavæðing hefur verið að ryðja sér til rúms bæði innan skóla og stofnanna, en hugtakið snýr að framsetningu efnis, þar með talið námsefnis. Hugmyndin er sú að nota hugsunarhátt leikja, og þá sérstaklega tölvuleikja, til þess að virkja …

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar láta að sér kveða

Nú í byrjun júní hófst nýtt og spennandi fræðsluverkefni hjá Matís sem gengur undir nafninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar. Verkefnið, sem hlaut styrk frá Loftslagssjóði, hefur það að meginmarkmiði að fræða íslenska grunnskólanemendur um loftslags- og umhverfismál, áhrif loftslagbreytinga á hafið og lífríki þess og ekki síst, möguleg áhrif á sjávarútveg og samfélagið. Verkefnið mun einnig miða að því að valdefla grunnskólanemendur á landsbyggðinni með því að fræða þá um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi, ekki aðeins sem tól í baráttunni gegn loftslagsvandanum, heldur einnig fyrir þau sjálf og þeirra nærsamfélag.