Í vinnustofu 4 er áherslan lögð á nýsköpun og tengsl hennar við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Fjallað er um nýsköpun frá ýmsum sjónarmiðum en líkt og í vinnustofu 3 er áhersla lögð á tengingu við nærumhverfi nemenda. Uppbygging vinnustofu 4 er sú sama og í þeim vinnustofum sem á undan komu, þ.e. hugtök, kennsluefni og verkefni.
Kennsluefni Grænna Frumkvöðla Framtíðar verður gert aðgengilegt til niðurhals í lok verkefnsins, eða um mitt ár 2022. Kennsluefnið verður gjaldfrjálst.