Um þessa síðu
Fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar hefur verið í undirbúning í sumar og haust, og fer fljótlega af stað í skólum. Verkefnið hefur það að meginmarkmiði að fræða íslenska grunnskólanemendur um loftslags- og umhverfismál og sjálfbærni, áhrif loftslagbreytinga á hafið og lífríki þess og ekki síst, möguleg áhrif á sjávarútveg og samfélagið. Verkefnið mun einnig miða að því að valdefla grunnskólanemendur á landsbyggðinni með því að fræða þau um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi, ekki aðeins sem tól í baráttunni gegn loftslagsvandanum, heldur einnig fyrir þau sjálf og þeirra nærsamfélag. Þá er einnig markmiðið að vinna gegn loftslagskvíða sem sífellt verður algengari meðal barna og ungmenna.