Í vinnustofu 1 fræðast nemendur um grunnþætti loftslagsbreytinga og birtingamyndir þeirra, með áherslu á birtingarmyndir loftslagsbreytinga í hafinu. Þar má m.a. nefna breytingar á sýrustigi, hitastigi, hafís og hafstraumum. Í upphafi vinnustofunnar er farið yfir grunnhugtök sem notuð eru í loftslagsumræðunni og þar á eftir fylgja kaflar sem kafa dýpra í efnið. Í lok vinnustofunnar eru 8 verkefni sem taka fyrir mismunandi þætti vinnustofunnar. Kennurunum er frjálst að velja bæði verkefni og áhersluatriði eftir því hvað hentar best í hvert sinn.
Kennsluefni Grænna Frumkvöðla Framtíðar verður gert aðgengilegt til niðurhals í lok verkefnsins, eða um mitt ár 2022. Kennsluefnið verður gjaldfrjálst.